25. janúar 14:49

Guðlaugur semur við New York Red Bull á morgun

Guðlaugur Victor Pálsson mun á morgun halda til Bandaríkjanna þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun hjá New York Red Bull og skrifa svo undir tveggja ára samning við félagið. Þetta hefur Vísir eftir sínum heimildum.

Guðlaugur Victor er án félags og hefur síðustu daga átt í samningaviðræðum við Red Bull í Osló þar sem íþróttastjóri félagsins er Norðmaðurinn Eric Solér. Fyrrum þjálfari Guðlaugs hjá danska liðinu AGF vinnur í dag hjá Red Bull sem hefur fylgst með kappanum í talsverðan tíma.

Hann lék með yngri flokkum Fylkis áður en hann hélt til AGF í Danmörku en þaðan var hann seldur til Liverpool. Þar náði hann ekki að vinna sér sæti í aðalliðinu og söðlaði um yfir til Skotlands þar sem hann spilaði með Hibernian í skosku úrvalsdeildinni.

Guðlaugur Victor var leystur undan samningi sínum við Hibernian í síðasta mánuði og hófust viðræður hans við Red Bull stuttu síðar.

Thierry Henry, sem nú er í láni hjá Arsenal, er á mála hjá Red Bull sem og Mexíkóinn Rafael Marques, fyrrum leikmaður Barcelona.

Sjá þessa frétt á aðalvefTil baka

Fleiri fréttir

Valmynd

Léttari útgáfa Fara á aðalvef
© 2010 365 miðlar ehf. Allur réttur áskilinn - Auglýsingar